Múlaberg

Bjórinn í tönkum Seguls 67 á Siglufirði lifði af eldsvoðann

Segull 67

Eins og greint var frá á þriðjudaginn kom upp eldur í húsnæði bjórverksmiðjunnar Seguls 67 á Siglufirði. Eldurinn kviknaði í gömlu frystihúsi sem er hluti af húsnæði Seguls 67 en verksmiðjan sjálf slapp undan eldi.

Marteinn Brynjólfur Haraldsson, einn eigenda brugghússins Segull 67 á Siglufirði segir í samtali við Vísi.is að Brugghúsið sjálft sé óskemmt en aftur á móti skemmdust flöskubirgðir fyrirtækisins. Bjórinn í tönkunum væri því óskemmdur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó