Blakliðin í basli

216_1920x1080

Slæm byrjun KA í blakinu

Mizuno-deildin í blaki hófst um helgina, bæði í karla- og kvennaflokki og fóru fjórir leikir fram í KA-heimilinu þar sem Þróttur frá Neskaupsstað var í heimsókn.

Konurnar hófu leik á föstudagskvöld og er skemmst frá því að segja að Þróttur vann öruggan 3-0 sigur. Unnur Árnadóttir var langstigahæst í liði KA með 21 stig. Strax í kjölfarið var komið að leik karlanna og byrjuðu KA-menn vel því þeir unnu fyrstu hrinuna örugglega og komust í 1-0. Þróttarar svöruðu hinsvegar af krafti og unnu að lokum 3-1 sigur. Ævarr Freyr Birgisson var stigahæstur í liði heimamanna með 23 stig og Alexander Þórisson kom næstur með 21.

Sömu lið mættust svo aftur á laugardag og var sama fyrirkomulag. Konurnar hófu leik og karlarnir fylgdu í kjölfarið.

Aftur áttu KA-konur fá svör við sterku liði Þróttara en leikurinn endaði 3-1 fyrir gestunum. Unnur Árnadóttir var aftur stigahæst, með ellefu stig en þær Hulda Elma Eysteinsdóttir, Ásta Lilja Harðardóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir komu næstar með tíu stig hver.

Sama var upp á teningnum hjá körlunum þar sem KA-menn áttu fá svör við Þrótturum og endaði seinni leikurinn með 3-0 sigri gestanna. Ævarr Freyr Birgisson var aftur stigahæstur, nú með 20 stig og kom Valur Traustason næstur með 15 stig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó