NTC

Blásarasveit Tónlistarskólans ásamt Stefáni Elí og Díönu Sus gefa út Japanuary

Blásarasveit Tónlistarskólans ásamt Stefáni Elí og Díönu Sus gefa út Japanuary

Framlag Tónlistarskólans á Akureyri til Net-Nótunnar, uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi, er lagið Japanuary, sem blásarasveit skólans flytur ásamt þeim Stefáni Elí og Díönu Sus, sem bæði eru af Skapandi Tónlist deild tónlistarskólans.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður uppskeruhátíð tónlistarskólanna haldin undir formerkjum Net-Nótunnar. Öllum tónlistarskólum stendur til boða að taka þátt með því að senda inn myndband. Lokaafurð Net-Nótunnar verður í formi sjónvarpsþátta á N4, sem sýndir verða í maí.

Sóley Björk Einarsdóttir stjórnandi blásarasveitarinnar útsetti lagið Japanuary, og setti það saman úr lagi Stefáns Elís, Walk You to Japan, og lagi Diönu Sus, January Cold.  

Hér má sjá skemmtilegan flutning á laginu:

Heimild: tonak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó