Prenthaus

Bleikur október tekinn alla leið hjá Blikkrás

Bleikur október tekinn alla leið hjá Blikkrás

Starfsfólk hjá Blikkrás á Akureyri tekur bleikan október alla leið í ár. Í mánuðinum mun allt starfsfólk staðarins klæðast bleikum bolum.

Bleika slaufan og bleikur október eru alþjóðlegt fyrirbæri sem flest Krabbameinsfélög heims standa fyrir. Slaufan er tákn Krabbameinsfélagins í baráttunni gegn krabbameini í konum.

Auk þess að starfsfólk klæðist bleikum bolum mun Blikkrás láta 2000 krónur af hverju seldu bleiku skóhorni renna til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

UMMÆLI