Bókaröð um húmor og grimmd

Bókaröð um húmor og grimmd

Þýski útgáfurisinn De Gruyter gaf nýlega út þriðja og síðasta bindi bókaraðarinnar Humour and Cruelty eftir þá Giorgio Baruchello prófessor við Háskólann á Akureyri og Ársæl M. Arnarsson prófessor við Háskóla Íslands. Þriðja bindið er samsett úr tveimur bókum – sú fyrri (3.1) er samantekt á sögu hugtakanna „húmor“ og „grimmd“ í vestrænni menningu sem ítarlega var fjallað um í fyrsta bindi ritraðarinnar og einnig hvernig húmor og grimmd vinna saman, en það var viðfangsefni annars bindis. Í seinni hluta þriðja bindis (3.2) er síðan fjallað um hvernig húmor og grimmd geta verið á skjön við hvort annað, þ.e.a.s. hvernig hægt er að beita grimmd til að hemja húmor og hvernig húmor getur nýst til að berjast gegn grimmd.

Heildarritröðin er því sem hér segir:

Athugið að hvert bindi er sjálfstætt og því er hægt að lesa það óháð hinum tveimur.

Sérstakt málþing var haldið um fyrsta bindið þann 15. janúar 2024 í tengslum við 120. fund American Philosophical Association – Eastern Division. „Authors Meet Critics“ sem fór fram á Sheraton hótelinu, Times Square, New York. Því var stýrt af Lydia Amir, prófessor við Tufts University, stofnanda og forseta Alþjóðasamtaka um heimspeki húmors, nýlegan viðmælanda The New Yorker og ritstjóra Philosophy of Humor Yearbook og Israeli Journal of Humor Research.

UMMÆLI

Sambíó