NTC netdagar

Boltinn á Norðurlandi: Bikarþáttur og spáð í spilin

Boltinn á Norðurlandi: Bikarþáttur og spáð í spilin

Boltinn á Norðurlandi er hlaðvarpsþáttur sem fjallar um knattspyrnulið á Norðurlandi. Annar þáttur kom út í dag.

Í þættinum er farið yfir leikina sem spilaðir voru um síðustu helgi og einnig eru skoðaðir atburðir sem áttu sér stað fyrr í þessari viku. Samherjar lögðu Nökkva örugglega að velli, KF er áfram með gott tak á Dalvík, Tindastóll lenti í kröppum dansi í bikarnum og Guðmundur Steinn gekk í raðir KA.

Á KF séns í Magna? Hvað gerir Guðmundur Steinn fyrir lið KA? Á að sameina KA og Þór?

Smá bras á öðrum mic-num en það verður komið í lag fyrir næstu upptöku!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó