beint flug til Færeyja

Boltinn á Norðurlandi: Ólafur Aron og Gunnar Örvar á línunni

Boltinn á Norðurlandi: Ólafur Aron og Gunnar Örvar á línunni

Egill Sigfússon var sérstakur gestur í hlaðvarpinu Boltinn á Norðurlandi á fimmtudagskvöld. Þeir Aksentije Milisic og Sæbjörn Steinke fóru yfir það helsta sem gerðist í fótboltanum í vikunni með Agli.

KA og Þór unnu en Þór/KA og Tindastóll töpuðu. Farið var vel yfir sigur KA á Dalvíkurvelli, tveir vítadómar, glórulaus tækling og einkunnagjöf á leikmenn KA. Þórsarar unnu 4-1 í Boganum og strákarnir heyrðu í Ólafi Aroni sem þótti eiga góðan leik á miðjunni í liði Þórsara. KA er með sjö stig eftir þrjá leiki og Þór hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Strákarnir heyrðu einnig hljóðið í knattspyrnumanninum Gunnari Örvari Stefánssyni en hann mun spila með Dalvík/Reyni í sumar. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI

Sambíó