beint flug til Færeyja

Bólusetningar á Norðurlandi dagana 27.- 30 apríl

Bólusetningar á Norðurlandi dagana 27.- 30 apríl

Þann 27. apríl eða í viku 17 á árinu fær Heilbrigðisstofnun Norðurlands um 4000 skammta af bóluefni við Covid-19.

Í tilkynningu frá HSN segir að Astra Zeneca bóluefnið verði alla jafnan nýtt til að hefja bólusetningu hjá íbúum sem fæddir eru 1961 og fyrr. Gert sé ráð fyrir að fara langt með þann hóp.

Pfizer bóluefnið verður nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu bóluefni 6.-9 apríl og fyrri bólusetningu hjá þeim sem eru yngri en 60 ára og hafa undirliggjandi sjúkdóma.

Á Akureyri fer seinni bólusetning þeirra sem fengu fyrri bólusetninguna með Pfizer bóluefninu 8. apríl fram þriðjudaginn 27. apríl. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina 27. apríl milli kl. 12-15. Þeir sem eru að fá fyrri bólusetninguna með Pfizer verða einnig bólusettir 27. apríl.

Á Akureyri fer bólusetning þeirra sem ekki hafa hafið bólusetningu og er fætt í árgöngum 1961 og fyrr fram fimmtudaginn 29. apríl. Fólk sem fætt er í þessum árgöngum og hefur ekki farsíma og fær því ekki boð með sms er beðið um að mæta í bólusetningu á slökkvistöðina 29. apríl milli kl. 09-12.

Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum árgöngum og hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

UMMÆLI