Múlaberg

Bólusetningar á Norðurlandi í næstu viku

Bólusetningar á Norðurlandi í næstu viku

Þann 15. júní eða í viku 24 fær HSN um 6400 skammta af bóluefni og er þetta stærsta sending af bóluefni sem HSN hefur fengið í einni sendingu. Pfizer bóluefnið verða m.a. nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 26. maí – 28. maí. Astra Zeneca bóluefnið mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu.

Nýjir skammtar af Pfizer og Janssen bóluefninu verða notaðir samkvæmt handahófs bólusetningalista. Sjá hér í link handahof_bolusetning_hsn_2021.pdf.  „Linkurinn hefur verið uppfærður en við gerum fastlega ráð fyrir að komast niður í línu 30 og jafnvel lengra á sumum stöðum. Sett fram með fyrirvara um breytingu,“ segir í tilkynningu.

„Við hvetjum fólk til að skrá símanúmer sín í heilsuveru, einnig passa upp á að yngra fólkið og útlendingar sem búa á svæðinu skrái símanúmer sín.“

Bólusetningar á Akureyri

Fara fram á slökkviliðsstöð Akureyrar.

Þriðjudaginn 15. júní er seinni bólusetning með Pfizer. Ekki er hægt að fá fyrri bólusetningu af Pfizer þennan dag. Einnig verður seinni bólusetning þeirra sem fengu Astra Zeneca 30. mars. Þeir einstaklingar verða í forgangi fyrir Astra Zeneca þennan dag. Ef þú vilt flýta seinni Astra Zeneca bóluetningu þinni, máttu koma í lok dags kl:16:30 og athuga hvort hægt sé að verða við því. Ráðlagt er að það séu 10-12 vikur milli skammta.

Miðvikudaginn 16. júní verður haldið áfram að bólusetja fyrri bólusetningu með Pfizer og munum við fara áfram niður handahófslista. SMS boð verður send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er frá kl. 09:00 – 14:00

Föstudaginn 18. júní verður haldið áfram að bólusetja með Janssen og munum við fara áfram niður handahófslista. Athugið að bólusetning með Janssen er einungis eitt skipti. SMS boð verður send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er frá kl. 09:00 – 14:00.

Ath ekki er hægt að óska eftir öðru bóluefni en því sem þú færð boð í.

Ath í bili þá verður árgangur 2005 einungis bólusettur miðað við afmælisdag, þ.e. þeir sem náð hafa  16 ára aldri skv. dagatali.

Bólusetning er í boði fyrir:

  • Þá sem fá boð um að mæta þessa daga.
  • Þá sem eru fæddir 1966 og fyrr.
  • Þá sem tilheyra árgangshópi sem búið er að draga út.
  • Þá sem hafa fengið boð en hafa ekki nýtt sér það.

 Bólusetningar á öðrum starfstöðvum

  • Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.
Sambíó

UMMÆLI