Borgarhöfði í Grímsey selt – 15 missa vinnuna

Borgarhöfði í Grímsey selt – 15 missa vinnuna

Útgerðafélagið Borgarhöfði, í Grímsey hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Allur kvóti fyrirtækisins verður seldur með og því hverfa um fimmtán stöðugildi úr plássinu. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun.

Í Grímsey búa um 90 manns og aðalatvinnuvegur eyjarbúa er fiskveiðar og fiskverkun. Þetta er því gríðarlegt högg fyrir eyjuna.

Tvö útgerðarfélög standi því eftir, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. Þau eru talsvert minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó