Breskur tónlistarmaður spilar í Kaktus á Akureyri

0006543295_10

Johnny Campbell heldur tónleika í Kaktus í kvöld

Breski folk-tónlistarmaðurinn Johnny Campbell heldur tónleika í Kaktus í listagilinu á Akureyri í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 10 og er frír aðgangur en frjáls framlög vel þegin. Johnny er ungur upprennandi tónlistarmaður og er tónlist hans lýst sem hraðri og ósveigjanlegri. Hann er sagður einn af björtustu vonunum úr sínum tónlistarflokki í tímaritinu Bright Young Folk.

Kaktus er lista og menningarrými sem stendur fyrir fjölbreyttri lista-, menningar- og fræðslustarfssemi. Kaktus er staðsettur í miðju listagilinu þar sem Populus Tremula starfaði áður.

 

Sambíó

UMMÆLI