Breyting á greiðslukerfinu í Vaðlaheiðargöngum

Breyting á greiðslukerfinu í Vaðlaheiðargöngum

Frá og með 1. júní verður greiðslukerfið í Vaðlaheiðargöngum einfaldað og innheimtugjald fyrir þá sem keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að skrá ökutækin sín lækkað.

Veggjald fyrir þá fólksbíla sem keyra beint í gegn án þess að skrá bifreiðina lækkar úr 2500 krónum í 1500 krónur. Krafan mun áfram stofnast sjálfkrafa í heimabanka hjá eiganda eða umráðamanni bifreiðarinnar sem hefur tíu daga til að greiða.

„Markmiðið með þessari breytingu er að einfalda kerfið og koma til móts við ábendingar um að tíminn til að greiða væri of naumur og að ekki væru allir sem treystu sér til að skrá og borga í gegnum heimasíðuna veggjald.is eða með appi í snjallsíma,“ segir í tilkynningu.

Það verður því ekki lengur sérgjald fyrir þá sem eru ekki skráðir á veggjald.is. Breytingin hefur þó engin áhrif á þá sem eru nú þegar skráðir þar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó