Breytingar á þjónustu Glerárlaugar

Breytingar á þjónustu Glerárlaugar

Við gerð fjárhagsáætlunar Akureyarbæjar fyrir árið 2022 var ákveðið að gera breytingar á þjónustu Glerárlaugar sem hafa í för með sér að dregið er úr afgreiðslutíma fyrir almenning. Unnið er að nákvæmri útfærslu breytinganna, en reiknað er með að þær taki gildi á vordögum. 

Eftir breytingar verður Glerárlaug opin fyrir almenning í einn og hálfan klukkutíma, kl. 18:00-19:30, þá virku daga sem kennsla og skipulagðar æfingar eru í lauginni. Ekki verður opið um helgar, yfir sumarið, hátíðir eða lögbundna frídaga.

„Breytingarnar hafa ekki áhrif á kennslu og æfingar sem verða eftir sem áður umfangsmikill hluti af starfsemi og þjónustu í Glerárlaug. Í fyrri umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir því að Glerárlaug yrði lokað alfarið fyrir almenning í hagræðingarskyni en á milli umræðna var sú ákvörðun milduð. Bæjarstjórn telur að með þessu sé verið að koma til móts við þann hóp sem sækir Glerárlaug reglulega sér til heilsubótar og ánægju,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

Nánar verður upplýst um breytta þjónustu Glerárlaugar þegar nær dregur. 

UMMÆLI

Sambíó