Breytingar á leiðakerfi SVA

Mynd: akureyri.is

Í dag, fimmtudaginn 1. febrúar, taka í gildi lítilsháttar breytingar á leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar. Breytingarnar eru gerðar vegna ábendinga notenda.

Breytingarnar verða á leið 5 og munu bæta þjónustu við starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri og nemendur og starfsfólk Verkmenntaskólans á Akureyri eftir klukkan 15. á daginn.

Einnig eru gerðar örlitlar breytingar á leið 2 en þær snerta þó ekki brottfarartíma úr miðbæ heldur komutíma á nokkrum biðstöðvum.

Vonast er til að þessar breytingar bæti þjónustu við bæjarbúa nokkuð en nýju tímatöflurnar má sjá hér. Aðrar leiðir eru óbreyttar.

Nýjar leiðbækur er hægt að fá í Ráðhúsinu.

UMMÆLI