Bróðir manns sem lést í flugslysinu segir skýrsluna hvítþvott á Mýflugi

Mikael Tryggvason, bróðir Péturs Tryggvasonar sem lést í flugslysinu við rætur Hlíðarfjalls árið 2013, segir rannsókn á slysinu mikinn hvítþvott fyrir Mýflug, eiganda vélarinnar. Þetta kemur fram á Vísi.

Vélin brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar þegar flugstjórinn hugðist taka dýfu yfir brautina þar sem fram fór spyrnukeppni. Fjórum árum eftir slysið, nú í júní síðastliðnum, skilaði rannsóknarnefnd flugslysa lokaskýrslu um málið. Flugstjóri vélarinnar og Pétur, sem var sjúkraflutningamaður, létust en aðstoðarflugmaður lifði af.

Mikael segist alls ekki vera sáttur með niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar og segir hana langt frá því að varpa réttu ljósi á aðdraganda slyssins. Mikael bendir á að í bandarískri skýrslu um nýlegt flugslys sé fjallað ítarlega um þá starfshætti sem tíðkuðust hjá flugfélaginu sem rak vélina sem fórst. Hann segir að ekkert sé farið yfir þann fyrirtækiskúltur sem hafi verið hjá Mýflugi á þessum tíma, sem fól í sér að menn komust upp með glæfraflug, þó að aðfinnslur hafi verið gerðar við það á þessum tíma. Hann segir muninn á skýrslunum vera sláandi og spyr sig hvort rannsóknarnefnd flugslysa hér á landi hafi getu og þekkingu til þess að taka á slíkum málum.

Sjá má viðtalið við Mikael í heild sinni hér.

Mynd frá vettvangi slyssins

 

Sambíó

UMMÆLI