Bryndís Eiríksdóttir spilar fyrir Þór/KA í sumarLjósmynd: thorsport.is

Bryndís Eiríksdóttir spilar fyrir Þór/KA í sumar

Knattspyrnukona Vals, Bryndís Eiríksdóttir, mun spila fyrir Þór/KA í sumar. Bryndís æfði með liðinu um síðustu helgi og lék með þeim æfingaleik gegn Völsungi. Kemur hún nú til Þór/KA á lánssamningi frá Val. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Þórs, þar sem einnig segir:

„Bryndís er yngri systir Örnu sem kom til félagsins, einnig á láni frá Val, sumarið 2022. Þær systur eru ekki alveg ókunnar Norðurlandinu enda ættaðar frá Húsavík í föðurætt, en móðir þeirra, Guðrún Sæmundsdóttir, lék með Val og var á meðal fremstu knattspyrnukvenna landsins á sínum tíma.“

„Bryndís lék með yngri flokkum Víkings, en hefur verið samningsbundin Val frá árinu 2022. Hún á að baki leiki með KH í 2. deild og HK í Lengjudeildinni á lánssamningi frá Val, auk leikja með Val í Lengjubikar, en hefur ekki komið við sögu í leikjum í Bestu deildinni.“

Fyrsti leikur Þór/KA í Bestu deild kvenna í ár fer fram sunnudaginn næstkomandi, 21. apríl, þar sem þær munu mæta heimaliði Bryndísar, Val, á heimavelli þeirra í Reykjavík.

Sambíó

UMMÆLI