Brynhildur Pétursdóttir rakaði hluta af hári sínu vegna Eurovision

Brynhildur Pétursdóttir

Fyrri undankeppni Eurovision fór fram í gær. Svala Björgvinsdóttir tók þátt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en komst því miður ekki áfram. Margir Íslendingar voru vissir um að Svala færi áfram með lagið sitt Paper en svo fór sem fór.

Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum alþingiskona Bjartrar Framtíðar og skrifstofustjóri Neytendasamtakanna á Akureyri var einn af þeim Íslendingum sem hafði trú á að Svala kæmist áfram. Hún hafði raunar það mikla trú á atriði Svölu að skömmu fyrir útsendingu RÚV lýsti hún því  yfir á Facebook-síðu sinni að hún myndi raka af sér hárið ef Svala kæmist ekki áfram upp úr riðlinum.

Brynhildur var ekki lengi að standa við stóru orðin en í dag birti hún mynd á Facebook síðu sinni þar sem hún hafði rakað hluta af hári sínu af. Brynhildur skellti sér í stólinn hjá hárgreiðslukonunni Evu Dögg sem sá um raksturinn.

 

Sambíó

UMMÆLI