Brynja Herborg Íslandsmeistari í tvímenningi í pílukasti

Brynja Herborg Íslandsmeistari í tvímenningi í pílukasti

Brynja Herborg Jónsdóttir úr Þór varð um helgina Íslandsmeistari í (301) tvímenningi ásamt Örnu Rut úr Pílufélagi Reykjavíkur. Íslandsmótið í 301 fór fram í Reykjavík um síðustu helgi.

Sex keppendur tóku þátt úr píludeild Þórs, fimm karlar og ein kona. Brynja stóð sig einnig vel í einstaklingskeppninni en hún komst alla leið í úrslitaviðureignina þar sem hún tapaði gegn Ingibjörgu Magnúsdóttir sem vann sinn fimmta Íslandsmeistaratitil í röð.

Karlamegin kepptu þeir Tómas Ólafsson, Ólafur Torfason, Jason Wright, Viðar Valdimarsson og Sigurður Þórisson fyrir Þór en nánar má lesa um frammistöðu keppenda á vef Þórsara með því að smella hér.

UMMÆLI