Brynjar Ingi skoraði í jafnteli Íslands

Brynjar Ingi skoraði í jafnteli Íslands

Akureyringurinn Brynjar Ingi Bjarnason skoraði fyrra mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu í leik sem var að klárast.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022.

Brynjar Ingi hélt sæti sínu í byrjunarliðinu líkt og Birkir Bjarnason sem lék sinn 100. leik fyrir Íslands hönd í dag. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslendinga sem lentu 2-0 undir. Brynjar Ingi skoraði og minnkaði muninn fyrir Ísland á 78. mínútu leiksins.

Brynjar átti einnig góðan leik í vörninni en hann bjargaði frábærlega á línu í blálokin í stöðunni 2-2 og tryggði með því Íslendingum stig úr leiknum.

Markið var annað mark Brynjars í hans fimmta landsleik. Það verður að teljast frábær tölfræði fyrir varnarmann.

Markið hjá Brynjari

Sambíó

UMMÆLI