Brynjar Ingi spilaði 80 mínútur og getur verið stolturMynd: fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Brynjar Ingi spilaði 80 mínútur og getur verið stoltur

Akureyringurinn Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA í knattspyrnu, lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í nótt þegar Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í Bandaríkjunum. Brynjar er aðeins 21 árs gamall en hann hefur ekki leikið fyrir U21 landslið Íslands áður.

Brynjar spilaði nánast allan leikinn í nótt í vörn Íslands í 2-1 tapi. Brynjar Ingi þótti komast ansi vel frá verkefninu en hann átti þau að hluta til sök í jöfnunarmarki Mexíkó.

Í einkunnargjöf fréttavefsins fótbolti.net fékk Brynjar 6 í einkunn fyrir leikinn, í umsögn um frammistöðu hans segir: „Átti öflugan leik og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik þó hann hafi gert dýrkeypt mistök í jöfnunarmarki Mexíkó.“

Á vef KA segir: „Binni var svo tekinn af velli á 80. mínútu og getur verið ansi sáttur með sína spilamennsku. Það er ekki nokkur spurning að með frammistöðu sinni hefur Binni minnt rækilega á sig og mun klárlega fá fleiri tækifæri á næstunni.“

Þá voru fótboltaspekingarnir á Twitter voru hrifnir af spilamennsku Brynjars

Reynsluboltarnir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason léku einnig í leiknum í nótt. Aron þótti spila frábærlega og var víða valinn maður leiksins. Hann þurfti að yfirgefa völlinn eftir um klukkutímaleik vegna meiðsla. Birkir Bjarnason þótti einnig spila vel.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó