Múlaberg

Búið að kjósa og hvað svo?

Búið að kjósa og hvað svo?

Dr. Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræði og deildarformaður félagsvísindadeildar HA, fjallar í dag kl. 12 um hvað sé næst nú eftir alþingiskosningar.

Niðurstöður kosninganna um síðustu helgi liggja nú fyrir – hvað varðar fylgi flokka í það minnsta. Þessar niðurstöður þykja staðfesta að varanlegar breytingar hafa orðið á flokkakerfinu á Íslandi, sem aftur hefur mikið að segja um það hvers konar samsteypustjórnamynstur eru möguleg á Íslandi.

Í erindi sínu á félagsvísindatorgi mun Birgir fara yfir þessar breytingar og gera grein fyrir helstu fræðilegum skólum varðandi mat á myndun og líftíma samsteypustjórna og hvernig þær geta tengst stöðunni á Íslandi. Einnig mun hann fjalla um ástæður breytinga á flokkakerfinu og hver séu helstu tækifæri og vandamál í hinni pólitísku stöðu sem skapast hefur í þessum kosningum.

Hvar: Stofa M102

Streymi: https://eu01web.zoom.us/j/67870430489

Hvenær: Í dag kl. 12

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó