Bygging á nýrri flugstöð Akureyrarflugvallar boðin út

Bygging á nýrri flugstöð Akureyrarflugvallar boðin út

Isavia hefur óskað eftir tilboðum í 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt breytingum á núverandi flugstöð og nánasta umhverfi. Greint er frá þessu á vef RÚV.

Fyrsta skóflustungan að nýrri fugstöð var tekin 16. júní síðastliðinn en áætlað er að opna tilboð í byggingu flugstöðvar í ágúst.

Sjá einnig: Fyrsta skóflustungan að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli

„Viðbyggingin er stálgrindarhús, klætt einingum með stórum gluggum sem hleypa inn náttúrulegri birtu og útsýni yfir fjörðinn,“ segir meðal annars í útboðsgögnum.

Umfjöllun RÚV.

UMMÆLI

Sambíó