Coldplay á Græna Hattinum

Græni Hatturinn er alltaf að toppa sig

Flestir Íslendingar þekkja bresku hljómsveitina Coldplay. Coldplay kom hingað til landsins árin 2001 og 2002 og lék fyrir fullri Laugardagshöll.

Ólíklegt þykir að sveitin komi aftur til landsins í bráð til tónleikahalds. Þess vegna ákváðu nokkrir þekkti íslenskir tónlistarmenn að taka sig saman og setja upp Coldplay dagskrá fyrir aðdáendur sveitarinnar hér á landi.

Í lok apríl verða tónleikar á Græna Hattinum á Akureyri þar sem helstu smellir Coldplay verða spilaðir. Tónleikarnir verða haldnir 28. apríl. Magni Ásgeirsson mun syngja og spila á kassagítar en með honum verða þeir Franz Gunnarsson á gítar, Birgir Kárason á bassa, Valdimar Kristjánsson á hljómborð og Helgi Birgir Sigurðarson á trommur.

 

UMMÆLI

Sambíó