COVID-19: Einangrun stytt úr sjö dögum í fimm

COVID-19: Einangrun stytt úr sjö dögum í fimm

Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga.

Sjá nánar á stjornarradid.is

UMMÆLI

Sambíó