Covid-19 smit í leikskólanum Hulduheimum

Covid-19 smit í leikskólanum Hulduheimum

Barn í leikskólanum Hulduheimum á Akureyri hefur greinst með Covid-19. Þetta kemur fram á vef bæjarins í dag.

Þar segir að vegna smitsins séu tvær deildir leikskólans komnar í sóttkví meðan á rakningu stendur. Nemendur, foreldrar og starfsfólk leikskólans fara í sýnatöku.  

58 smit eru skráð á Norðurlandi eystra samkvæmt nýjustu tölum á covid.is. 117 eru í sóttkví.  

UMMÆLI