Covid smit greindist í skemmtiferðaskipi í AkureyrarhöfnViking Jupiter

Covid smit greindist í skemmtiferðaskipi í Akureyrarhöfn

Covid smit hefur greinst í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem stendur nú í Akureyrarhöfn við Tangabryggju. Engum verður hleypt af skipinu í dag.

Öllum ferðum í tengslum við komu skipsins var aflýst um tvö leytið í dag en skipið yfirgefur höfnina um klukkan 17:00 í dag. Um 900 manns eru um borð í skipinu, farþegar og áhöfn.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir að jákvætt smit hafi greinst um borð í skipinu í samtali við Kaffið.is í dag. Hún segir að almannavarnir muni fara af stað með smitrakningu þar sem skipið hefur stoppað.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó