Crossfit kappi æfir sig í íslensku fyrir brúðkaupið sitt – Myndband

Blaine ásamt unnustu sinni Björk Óðinsdóttir

Blaine ásamt unnustu sinni Björk Óðinsdóttur

Bandaríkjamaðurinn Blaine McConnell birti í dag ansi skemmtilegt myndband á Instagram síðu sinni þar sem hann reynir fyrir sér í íslenskri tungu. Blaine er atvinnumaður í Crossfit og keppir undir merkjum Crossfit Aarhus með unnustu sinni Björk Óðinsdóttur.

Sjá einnig: Björk Óðinsdóttir í öðru sæti á Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum

Blaine og Björk kepptu saman á Crossfit leikunum á þessu ári undir merkjum Crossfit Nordic og eru einnig liðsfélagar í liðinu NPGL Phoenix Rise. Þau trúlofuðu sig í sumar þegar Björk bað hans í fjallgöngu með liði þeirra.

Sjá einnig: Björk Óðinsdóttir leikur í vinsælum sjónvarpsþáttum í Svíþjóð

Blaine er þessa stundina á fullu að reyna að læra íslensku fyrir brúðkaupið og hægt er að sjá hvernig honum hefur gengið hingað til í stórskemmtilegu myndbandi hér að neðan.

VG

UMMÆLI

Sambíó