Dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn ljósmæðrum

Dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn ljósmæðrum

Héraðsdómur Norðurlands Eystra dæmdi í gær í máli Andra Leós Teitssonar sem hótaði ljósmæðrum á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21. mars á síðasta ári. Andri var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Sjá einnig: Öryggisviðbúnaður sjúkrahússins verður endurskoðaður eftir innbrotið

Andra var gefið að sök að hafa brotist inn á sjúkrahúsið, brotið glugga og eyðilagt hluti. Þá hótaði hann ljósmæðrum sem voru við störf á fæðingardeildinni og sagðist ætla að sprauta þær með nál sem var smituð af HIV ef hann fengi ekki morfín lyf.

Andri Leó játaði brot sín fyrir lögreglu og fyrir dómi. Dómur hans er með möguleika á sex mánaða skilorði en hann mun einnig greiða þóknun verjanda síns sem nemur hálfa milljón.


UMMÆLI

Sambíó