Gæludýr.is

Dagskrá Iceland Airwaves á Akureyri tilkynnt í næstu viku

KÁ-AKÁ kemur fram á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistahátíðin mun fara fram í Reykjavík og á Akureyri 1.-5. nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin fer að hluta til fram á Akureyri.

Þau atriði sem þegar hafa verið tilkynnt á Akureyri eru: Ásgeir og Emilina Torrini, sem bæði koma fram í Hofi, Mura Masa, Benjamin Clementine, Mammút, Emmsje Gauti, Hildur, Alexander Jarl, Daniel OG, JFDR, GKR, Xylouris White, Arab Strap, Cyber, Sturla Atlas og KÁ-AKÁ. Það á eftir að tilkynna um 8 atriði til viðbótar á Akureyri.

Í vikunni bættust við 40 ný nöfn á hátíðina en lokadagskráin fyrir Akureyri verður tilkynnt í næstu viku. Tónleikar verða haldnir á Græna Hattinum, í Hofi og í Sjallanum.

UMMÆLI

Sambíó