Dagur Gautason valinn í landslið

Mynd: Facebook

Dagur Gautason. Mynd: Facebook

Handknattleiksmaðurinn ungi og efnilegi, Dagur Gautason, hefur verið valinn í lokahóp U-17 ára landsliðs karla og fer Dagur með liðinu á mót í Frakklandi.

Mótið fer fram í Amiens í Frakklandi dagana 3.-5.nóvember næstkomandi en Heimir Ríkarðsson, landsliðsþjálfari, valdi sextán manna hóp fyrir mótið.

Dagur leikur með 3.flokki KA og er eini Akureyringurinn í hópnum að þessu sinni.

Hópurinn í heild sinni

Arnar Máni Rúnarsson, Fjölnir
Arnór Snær Óskarsson, Valur
Dagur Gautason, KA
Dagur Kristjánsson, ÍR
Daníel Freyr Rúnarsson, Fjölnir
Eiríkur Þórarinsson, Valur
Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir
Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir
Haukur Þrastarson, Selfoss
Jón Bald Freysson, Fjölnir
Ólafur Haukur Júlíusson, Fram
Páll Eiríksson, ÍBV
Tjörvi Týr Gíslason, Valur
Tumi Steinn Rúnarsson, Valur
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram
Viktor Jónsson, Valur


UMMÆLI