Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

dit

16.nóvember er dagur íslenskrar tungu.

Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16 nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni verður sérstök dagskrá á hátíðarsal Háskólans á Akureyri klukkan 16:15.

Þórhildur Örvarsdóttir mun flytja lög við ljóð Jónasar við undirleik Helgu Kvam.

Rithöfundurinn Arnar Már Arngrímsson les upp úr verðlaunabók sinni sem heitir Sölvasaga unglings. Arnar Már hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 í flokki barna- og unglingabóka.

Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir kennari, þjóðfræðinemi og skáld flytur erindið ,,Mér var þetta mátulegt“ – um ást og eftirsjá í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.

Allir eru velkomnir á þennan viðburð og verða léttar kaffiveitingar í boði. Dagskráin er í boði Menningarfélags Hrauns í Öxnadal og Háskólans á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI