Dagur og Jónatan atkvæðamiklir í öruggum sigri

Dagur Gautason á leið til Frakklands.

Dagur Gautason.

Dagur Gautason, Jónatan Marteinn Jónsson og félagar í U17 ára landsliði Íslands í handbolta standa í ströngu þessa dagana þar sem þeir taka þátt í Miðjarðarhafsmótinu sem fram fer í París.

Fyrsti leikur liðsins var í gær og er skemmst frá því að segja að Ísland vann öruggan tólf marka sigur á Svartfellingum, 29-17.

Dagur var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk og Jónatan var þriðji markahæstur með þrjú mörk.

Það verður nóg að gera hjá þeim félögum í dag þar sem íslenska liðið leikur tvo leiki. Fyrst gegn Þjóðverjum klukkan 08:00 og svo gegn Ítölum klukkan 13:45. Hægt er að horfa á leikina í beinni útsendingu með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI