Dagur umhverfisins á Akureyri

Dagur umhverfisins á Akureyri

Haldið verður upp á Dag umhverfisins á Akureyri fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta. Dagurinn er fæðingadagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins, og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Í tilefni dagsins verður boðið upp á tvær gönguferðir með leiðsögn.

13:00 – 14:30 Fólkvangurinn í Krossanesborgum.

Mæting við bílastæðið norðan Bykó. Leiðsögn Sverrir Thorstensen.

16:00 – 17:00 Kjarnaskógur.

Mæting við bílastæðið hjá Kjarnakoti. Leiðsögn Ingólfur Jóhannsson.

Einnig verður opið hús við Ræktunarstöð Akureyrar ofan gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri milli 10:00 og 12:00 þar sem hægt er að kynnast ræktun sumarblóma og matjurta.

Frétt af vef Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI