Daimsnúðar með rjómaostakremi

Daimsnúðar með rjómaostakremi

Nú er kominn laugardagur og því ætti öllum að vera óhætt að fá sér snúða. Við á Kaffinu höfðum samband við þekktan bakara sem deildi með okkur uppskrift að þessum líka dásamlegu snúðum. Uppskriftin er einföld og því ætti hver sem er að geta töfrað fram þessa gómsætu snúða.

Snúðar
2 dl mjólk
1 msk / 8 gr ger
1 tsk sykur
65 gr smjör (brætt)
105 gr sykur
60 gr súrmjólk
1 tsk salt
610 gr hveiti (skipt niður)

Fylling
65 gr mjúkt smjör
195 gr púðursykur
1 msk kanill

Rjómaostakrem
85 gr rjómaostur
20 gr smjör (mjúkt)
1 1/2 tsk vanillusykur
90 gr flórsykur
1 msk mjólk

Aðferð
1. Hitið mjólkina og hrærið gerinu og einni teskeið af sykri saman við. Setjið til hliðar og leyfið að kólna
2. Hrærið saman eggjum, sykri og súrmjólk
3. Bætið mjólkurblöndunni við ásamt saltinu
4. Bætið að lokum hveitinu smá saman við en geymið smávegis af hveitinu
5. Notið restina af hveitinu til þess að hnoða deigið á bekknum
6. Setjið deigið í skál og setjið viskustykki eða plast yfir og leyfið því að hefast á heitum stað í ca. 1-2 tíma
7. Fletjið deigið út þegar að það er búið að hefast
8. Smyrjið mjúku smjörinu yfir deigið
9. Blandið saman púðursykri og kanil og stráið svo yfir deigið sem að er þakið smjöri
10. Rúllið deiginu upp og skerið í 12 nokkuð þykka bita
11. Setjið smjörpappír í eldfastmót og raðið snúðunum nokkuð þétt í mótið
12. Bakið snúðana við 180°C í 12 mín
13. Á meðan snúðarnir bakast er best að útbúa rjómaostakremið. Byrjið á því að þeyta rjómaost og smjör saman
14. Bætið vanillusykri, flórsykri og mjólk við og hrærið áfram
15. Setjið kremið á snúðana þegar að þeir koma útúr ofninum svo að það bráðni yfir þá
16. Skreytið með daimkurli
a.kaka1a.kaka3
a.kaka4a.kaka5

Sambíó

UMMÆLI