Daníel Hafsteinsson á leið til Helsingborg

Daníel Hafsteinsson á leið til Helsingborg

Akureyringurinn Daníel Hafsteinsson, miðjumaður KA í fótbolta, er á leið til sænska liðsins Helsingborg. KA staðfestir fregnirnar á vef sínum í dag.

Daníel hefur spilað mikilvægt hlutverk fyrir KA menn undanfarin tvö tímabil en hann hefur skorað fjögur mörk í 40 leikjum fyrir KA þrátt fyrir ungan aldur. Daníel sem er 19 ára gamall er einnig hluti af U21 landsliði Íslands.

Helsingborg leikur í efstu deild í Svíþjóð en liðið fór upp úr sænsku B-deildinni í fyrra. Þjálfari liðsins er þekktur í fótboltaheiminum en það er Svíinn Henrik Larsson sem spilaði með liðum á borð við Barcelona, Manchester United og Celtic á fótboltaferli sínum.

Mynd með frétt: KA.is/Þórir Tryggvason

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó