Dansað í minningu Birnu í Hofi í dag

Dansað í minningu Birnu í Hofi í dag

Hin árlega dansbylting UN Women verður haldin í Menningarhúsinu Hofi í hádeginu dag, föstudag. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi.

Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim og með því að mæta og dansa tekur fólk afstöðu gegn ofbeldinu. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í dag.

Á sama tíma fara fara fram eins dansviðburðir um land allt, þar á meðal í Hörpu og í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

UMMÆLI