beint flug til Færeyja

Dansgjörningur í Hofi í kvöld

Í kvöld klukkan 20:30 verður dansgjörningurinn Never Pink í Menningarhúsinu Hofi. Gjörningurinn er hluti af Listasumri á Akureyri.

Dansgjörningnum er lýst þannig að hann sé gjörningur þar sem allir eru jafnir, sterkir og í tengslum við tilfinningar sínar. Þar sem styrkur fólks felst líka í veikleika þeirra. Þar sem allir eru nákvæmlega eins og þeir vilja vera.

Það er hún Yuliana Palacios sem fer fyrir gjörningnum. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Listasumar og Menningarfélag Akureyrar.

UMMÆLI