Djákninn snýr aftur í Samkomuhúsið

Djákninn snýr aftur í Samkomuhúsið

Vegna mikilla vinsælda snýr hin sprenghlægilega og farsakennda
meðhöndlun á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar aftur í
Samkomuhúsið um helgina.

Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð sló rækilega í gegn
á síðasta leikári en um samvinnu Leikhópsins Miðnætti við
Leikfélag Akureyrar er að ræða.

Leikarar eru Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir sem draga
fram hverja persónuna á fætur annarri, lesa á milli línanna og
skálda í eyðurnar. „Djákninn er genginn aftur! Sýningin var sýnd
fyrir fullu húsi í maí síðastliðInn og færri komust að en
vildu,“ segir Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar.

Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð er hryllilegt
gamanverk fyrir alla fjölskylduna sem fær áhorfendur til að veltast
um af hlátri. Aðeins þessi eina sýningarhelgi.


UMMÆLI