Domino’s Körfuboltakvöld – „Vel gert Þór“

Domino’s Körfuboltakvöld – „Vel gert Þór“

Eins og bæjarbúum ætti að vera kunnugt um þá unnu Þórsarar öruggan 83-65, á KR í Domino’s deild karla í gærkvöldi.

Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi voru afar hrifnir af leik Þórsara í leiknum og héldu vart vatni yfir frammistöðu heimamanna. Fjórir leikmenn stóðu uppúr að mati sérfræðinganna og fengu þeir sérstakt hrós en það voru þeir Tryggvi Snær Hlinason, Ingvi Rafn Ingvarsson, Þröstur Leó Jóhannsson og Sindri Davíðsson.

Það er ekki löng hvíldin sem strákarnir fá því í kvöld sækja þeir Þorlákshafnar Þórsara heim en sá leikur hefst klukkan 19:15.

Innslagið úr þættinum má sjá í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI