Gæludýr.is

Dömulegir dekurdagar um helgina

Dömulegir dekurdagar fara fram um helgina á Akureyri, frá fimmtudag til sunnudags þann 6.-9. október. Dagarnir eru árlegur viðburður á Akureyri sem haldnir hafa verið ár hvert frá árinu 2008. Ýmsir viðburðir eru í gangi þessa daga og bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á afslætti af þessu tilefni. Hér verður stiklað á stóru á þeim atburðum sem verða í boði en dagskrána má sjá í heild sinni á vef Akureyrarstofu.

Bleikt kvöld á Glerártorgi á fimmtudagskvöld á milli 19:30 og 22:00. Þar verða ýmis tilboð í verslunum, boðið upp á vinkonumyndatöku, spákonur, zumba og aðra afþreyingu.

Tvær listasýningar verða í gangi á Listasafninu á Akureyri, fimmtudag, föstudag og laugardag milli 12:00-17:00. Annars vegar myndlistasýning Gunnars Kr. og hins vegar kjólagjörningur Thoru Karlsdóttur, hún sýnir þar afrakstur 9 mánaða kjólagjörnings. Thora klæddi sig í nýjan kjól á hverjum morgni í 280 daga og var í kjól við allt sem hún gerði þann tíma.

Á föstudag á  milli 17:00-19:00 verður kjólasala í Hofi til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Kjólar sem ekki eru í neinni notkun eru tilvaldir til þess að gefa í kjólasöluna og styrkja gott málefni.

Á föstudagskvöld frá 20:00-23:00 verður svo haldið árlegt Skvísukvöld Isabellu og Centro. Þar verður boðið upp á léttar veitingar og ýmis tilboð. Heiðdís Austfjörð mætir og kynnir vörur sínar og Friðrik Dór tekur lagið.

Sýning hárgreiðslunema frá VMA á Glerártorgi á laugardaginn milli 14:00-17:00. Hver nemandi sýnir dömuklippingu, herraklippingu og greiðslu.

Eins og áður sagði er þetta aðeins brot af því sem verður í gangi um helgina og því um að gera að kynna sér dagskrána í heild HÉR.

domudagar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó