Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Dóra Ólafsdóttir er látin

Dóra Ólafsdóttir er látin

Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun, 109 ára gömul. Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins.

„Dóra fædd­ist í Sig­tún­um á Kljá­strönd í Grýtu­bakka­hreppi í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu 6. júlí 1912. For­eldr­ar henn­ar voru Ólaf­ur Gunn­ars­son út­gerðarmaður og Anna María Vig­fús­dótt­ir hús­freyja. Að loknu gagn­fræðaprófi frá Gagn­fræðaskól­an­um á Ak­ur­eyri, síðar MA, fór Dóra til Kaup­manna­hafn­ar. Eft­ir það var hún talsíma­vörður hjá Landsím­an­um á Ak­ur­eyri í rúm 40 ár, á ár­un­um 1936 til 1978. Hún bjó lengst af í Norður­götu 53 þar í bæ. Dóra var orðin 100 ára þegar hún hætti að sjá um sig sjálf í Norður­göt­unni og flutt­ist í hjúkr­un­ar­heim­ilið Skjól í Reykja­vík. Eig­inmaður Dóru var Þórir Áskels­son, sjó­maður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Son­ur Dóru og Þóris er Áskell blaðamaður og dótt­ir Dóru er Ása Drexler sem bú­sett er í Banda­ríkj­un­um,“ segir um Dóru í umfjöllun Morgunblaðsins.

Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga.

UMMÆLI

Sambíó