Dregið í Gettu Betur- MA og FSH mætast

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri

Dregið var í viðureignir fyrri umferðar Gettu Betur á Rás 2 árið 2017 í dag. 25 lið etja kappi á næsta keppnisári sem er það 32. í sögu Gettu betur. Lið MR sem sigraði í keppninni 2016 situr því hjá í fyrstu umferð.

Verkmenntaskólinn á Akureyri er ekki skráður í keppnina í ár en Menntaskólinn á Akureyri dróst gegn Framhaldsskólanum á Húsavík.  Liðin munu mætast þann 1. febrúar 2017. Keppnunum verður útvarpað á Rás 2. Það voru fulltrúar nemenda í stýrihópi, þau Elín María Árnadóttir MR og Sindri Már Fannarsson MH sem drógu í viðureignir fyrstu umferðar.

Menntaskólinn á Akureyri datt út fyrir Menntaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum á síðasta keppnisári.Í liði MA í ár eru þau Baldvin Kári Magnússon, Ragnar Sigurður Kristjánsson og Heiðrún Valdís Heiðarsdóttir

Sambíó

UMMÆLI