Dregið í Maltbikarnum – Þórsarar fara á Laugarvatn

cvsnq6wwiaa8rle

Bikarkeppnin í körfuboltanum fer af stað á næstunni undir nýju nafni en bikarkeppnin ber nafn hins goðsagnakennda drykks Maltextrakt í ár og heitir því Maltbikarinn. Dregið var í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í höfuðstöðvum KKÍ nú rétt í þessu.

Karlalið Þórs fær nokkuð þægilegt verkefni í 32-liða úrslitum því liðið drógst á móti sameinuðu liði Hrunamanna og Laugdælinga sem leika í þriðju efstu deild en leikurinn verður á heimavelli Hrunamanna/Laugdælinga þar sem sú regla er við lýði í karlakörfunni að liðið í neðri deild fær heimaleik

Þórskonur fá hins vegar verðugt verkefni því þær drógust á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar og þurfa að heimsækja þær í Garðabæinn.

Leikirnir fara fram í byrjun nóvember.

Sambíó

UMMÆLI