Prenthaus

Drinni & The Dangerous Thoughts á MúlabergiMynd: Daníel Starrason

Drinni & The Dangerous Thoughts á Múlabergi

Andri Kristinsson, sem jafnan kemur fram undir listamannsnafninu Drinni, kemur fram á tónleikum á Múlabergi á fimmtudaginn næstkomandi. Drinna til halds og trausts eru Ingi Jóhann Friðjónsson, Wolfgang ‘Wolli’ Sahr og Jón Haukur Unnarsson. Wolfgang hefur áður leikið með Drinna í hljómsveitinni DrinniK og Jón Haukur, Ingi og Drinni voru allir liðsmenn hinnar hávaðasömu sveitar Darth Coyote.  

Drinni & The Dangerous Thoughts hefur verið eins iðin við tónleikahald undanfarið og ástandið hefur leyft og kom meðal annars fram á tónlistarhátíð MBS, Mannfólkið breytist í slím sem haldin var í Gúlaginu í júlí og spilaði þar á aðaltónleikum auk upphitunartónleika á Akureyri Backpackers. Einnig kom Drinni fram ásamt hinum hættulegu hugsunum á Hauststillu á Græna Hattinum fyrr í mánuðinum.

Á tónleikunum nú á fimmtudaginn verða leikin eldri lög í bland við ný en sveitin heldur í hljóðver í Lundskógi í lok mánaðar til að taka upp breiðskífu.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30. Mælt er með kr. 2.000 í aðgangseyri en engum er vísað frá vegna fjárskorts!

Viðburðurinn á facebook:

https://www.facebook.com/events/350755720070965

Drinni & The Dangerous Thoughts á samfélagsmiðlum:

Instagram: https://www.instagram.com/drinnidt/

Facebook: https://www.facebook.com/drinnidt

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó