Prenthaus

Dularfulla stjarnan

Dularfulla stjarnan

Í nýjum þætti af Sagnalist með Adda & Binna er rýnt í bókina Dularfulla stjarnan sem kom út árið 1942. Í bókinni segir frá Rannsóknarskipinu Auroru sem kom við á Akureyri í vísindaleiðangri um Norður-Íshafið. Talið var líklegt að í hafinu væri að finna nýja tegund af málmi. Um borð í Auroru var ekki ómerkari maður en sjálfur Tinni, félagi hans Kolbeinn kafteinn og hundurinn Tobbi. Addi og Binni ræða um heimsókn blaðamannsins, möguleg tengsl höfundar við Akureyri og hugmynd um að reisa styttu af Tinna í bænum.

Félagarnir Arnar og Brynjar eru sannkallaðir sögunördar. Í þættinum Sagnalist með Adda og Binna fara þeir um víðan völl í spjalli sínu um sögu og menningu. Sagðar verða sögur, gátur ráðnar og steinum velt við yfir kaffibolla í Stúdíó Sagnalist. Fólk og atburðir, bækur og listaverk, sorg og gleði. Allt er undir og ekkert er félögunum óviðkomandi þegar kemur að gersemum fortíðar.

Sambíó

UMMÆLI