Færeyjar 2024

Dusan Brkovic til liðs við KA

Dusan Brkovic til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Dusan Brkovic. Dusan er 32 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Serbíu en hann á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars Ungverskur meistari árið 2014.

Dusan á um 70 leiki í efstu deild í Serbíu en á síðustu leiktíð lék hann 25 leiki og skoraði í þeim 3 mörk fyrir Diósgyöri VTK í Ungverjalandi.

Á vef KA segir að Dusan muni styrkja liðið enn frekar fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni í sumar. Þar segir einnig að KA hafi miklar væntingar til leikmannsins sem er væntanlegur til Akureyrar um miðjan apríl.

Sambíó

UMMÆLI