Færeyjar 2024

Dúx Verkmenntaskólans talaði ekki íslensku fyrir nokkrum árumAnamaria-Lorena Hagiu. Mynd: Hilmar Friðjónsson/VMA.is

Dúx Verkmenntaskólans talaði ekki íslensku fyrir nokkrum árum

Anamaria-Lorena Hagiu er dúx Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2021. Anamaria flutti til Íslands frá Rúmeníu árið 2016 en þá talaði hún ekki stakt orð í íslensku. Þetta kemur fram á vef mbl.is í dag.

Hún út­skrifaðist af hönn­un­ar- og mynd­lista­braut og hlaut verðlaun fyr­ir best­an ár­ang­ur í mynd­lista­grein­um, verðlaun fyr­ir ár­ang­ur í spænsku ásamt því að vera dúx skól­ans. 

Hún flutti frá Rúmeníu til Raufarhafnar en hún segir í samtali við mbl.is að þar hafi henni verið hjálpað mikið við að læra grunninn í íslensku. Hún segir þá að kennarar í VMA hafi tekið vel á móti henni og sýnt henni skilning og sveigjanleika.

„Íslenska er ekki auðveld, en ef þú veit­ir henni at­hygli og hell­ir þér í hana, reyn­ir að lesa og tala við fólk er auðveld­ara að ná utan um hana,“ seg­ir Lor­ena á mbl.is.

Viðtal við Anamariu-Lorenu á mbl.is má finna með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó