„Ég á að vera á undan, ég er karl“

Jón Stefán Jónsson skrifar

Eftir hafa hlustað og horft á fjölmiðla landsins, knattspyrnusambandið og stjórnarmenn (ekki formenn) hinna ýmissu knattspyrnudeilda gegnum tíðina… þá hef ég komist að því að eftirfarandi atriði eru eðlileg:

Næst þegar ég stend í röð á eftir konu þá ætla ég að segja við hana. Viltu hleypa mér framfyrir þig, þá svarar hún örugglega í einhverjum leiðinda tón og segir ,,nú af hverju“? Þá svara ég nú bara eðlilega, af því ég er karl og þú ert kona, fáránleg spurning hjá henni by the way.

Og ef svo vill til að þetta sé konan mín þá ætla ég líka að segja við hana að hún eigi ekki að fá jafn mikið/gott að borða og ég, af hverju ? Jú af því að ég fæ hærri tekjur en hún, þá hlýtur hún að eiga að fá minna ? Ég meina kommon, earn money, spend money…

Er þetta ekki bara eðlilegt ? Ég meina þetta þykir eðlilegt í íþróttahreyfingunni víðast hvar.

Pepsí deild kvenna byrjar á fimmtudaginn, ég efast svo sem um að þið hafið tekið eftir því, hún er hvergi auglýst í sjónvarpi svo ég hafi tekið eftir. Ég hef ekki tekið eftir henni heldur á stóru vefmiðlunum (utan fótbolta.net og 433.is sem hafa birt spá og viðtöl sem er vel gert!) en hef svo sem ekki lagt mig mikið eftir því.

Mikið öfunda ég körfuboltamenn sem fótboltaþjálfari, þar standa Kjartan Atli og félagar öðrum kollegum sínum ljósárum framar í umfjöllun um kvennakörfu! Og viti menn, ég allt í einu fylgist með, nokkuð sem ég hef aldrei gert áður. Framboð og eftirspurn, eftirspurn og framboð…

 

Þessi pistill er aðsend grein.

Sambíó

UMMÆLI