beint flug til Færeyja

„Ég er náttúrulega fyndnastur í sýningunni“

„Ég er náttúrulega fyndnastur í sýningunni“

Uppistandssýningin Púðursykur var sýnd í Hofi föstudaginn 15. mars síðastliðinn. Okkar kona Harpa Lind hitti strákana baksviðs og ræddi við þá á léttum nótum um sýninguna, grínið, Akureyri og fleira.

Í viðtölunum kemur meðal annars fram að búast megi við nýrri Jón Jónsson plötu á næstu misserum, að Jóhann Alfreð hafi lengi kunnað öll íslandsmet í frjálsum íþróttum utan að og að Dóri DNA sé fyndnastur af þeim öllum. Ákafasti heimildarmaðurinn fyrir síðustu staðhæfingunni er að vísu Dóri DNA sjálfur.

Myndbandsinnslög sem þessi eru framleidd af Kaffið.is. Þú getur hjálpað til við að fjármagna starfsemi Kaffið.is með frjálsum framlögum á https://www.kaffid.is/styrkja/ eða með því að kaupa sérmerkta boli á verslun.kaffid.is. Fyrir upplýsingar um auglýsingar hafðu samband á kaffid@kaffid.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó