Múlaberg

Ég var einu sinni fyndinn á Akureyri

Þórhallur Þórhallsson mætir með uppistandssýninguna sína “Ég var einu sinni fyndinn” á Akureyri. Sýningin er í tilefni 10 ára ferilsafmæli Þórhalls en það eru einmitt 10 ár síðan hann var kosinn fyndnasti maður Íslands.

Þórhallur hefur slegið rækilega í gegn sem veislustjóri og uppistandari á fjölda árshátíða, jólahlaðborða, brúðkaupa og svo mætti lengi telja.

Uppistandarinn Helgi Steinar sem hefur slegið í gegn erlendis ætlar að hita mannskapinn upp áður en Þórhallur stígur á svið. Sýningin er u.þ.b 90 mínútur og mega gestir búa sig undir gleði og hlátrasköll.

Miðasala er hafin á midi.is

UMMÆLI

Sambíó